Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vélgæsla að hefjast

Á hverju ári hefur Fræðslumiðstöðin samvinnu við Guðmund Einarsson kennara um að bjóða upp á vélgæslunámskeið. Þessi námskeið njóta alltaf vinsælda enda veita þau rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV<)).

Mánudaginn 18. apríl hefst næsta námskeið og verður það kennt í verkmenntahúsi Menntaskólans á Ísafirði. Fyrsti tíminn er kl. 19:00 og þá verður endanlegt kennslufyrirkomulag ákveðið í samráði við þátttakendur. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Guðmundi í síma 896 3697.

Þess má geta að fyrirhugað er að vera með vélgæslunámskeið á Patreksfirði seinna í vor og í Saurbæ í Dölum í júní.
Deila