Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vellukkuð þjónustunámskeið

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur undanfana daga haldið námskeiði fyrir fólk í ferðaþjónustu, sem kallast Þjónustugæði og kvartanir. Námskeiðið var haldið í samstarfi og með styrk frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða og Starfsmenntaráði.

Námskeiðið var haldið á þremur stöðum. Þriðjudaginn 19. júní var það í Bjarkalundi, miðvikudaginn 20. júní í Flókalundi og fimmtudaginn 21. júní á Ísafirði.

Á námskeiðinu var sagt frá því hvað þjónusta er og mikilvægi þjónustu í samkeppni. Fjallað var um hvernig hægt sé að gera viðskiptavini mjög ánægða með því að fara fram úr væntingum.

Þá var fjallað um mikilvægi þess að læra af kvörtunum viðskiptavina og ábendingum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri KAXMA-ráðgjöf ehf.

Meðfylgjandi mynd var tekin á námskeiðinu á Ísafirði þegar forstöðumaður fékk nemendur og leiðbeinanda til að líta sem snöggvast upp fyrir myndatöku.Námskeiðið var haldið í Ráðgjafar og nuddsetrinu hjá Stebba Dan.
Deila