Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vetrarstarfið 2010-2011 að taka á sig mynd

Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er tekið til starfa eftir sumarleyfi og er nú önnum kafið við að skipuleggja námskeið vetrarins. Eins og áður verður margt spennandi í boði og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið verður upp á í vetur eru enska, spænska, skrautskrift, framandi matreiðsla, tölvur, förðun, skrifstofuskóli, grunnmenntaskóli, smáskipanám og svona mætti lengi telja. Einnig er hægt að hafa samband við Fræðslumiðstöðina með óskir um tiltekin námskeið og verður þá reynt að koma til móts við þær.

Námskeiðin munu tínast inn á vef miðstöðvarinnar eftir því sem þau liggja og er þá hægt að skrá sig, hvort sem er á vefnum eða í gegnum síma. Námsvísir Fræðslumiðstöðvarinnar fyrir skólaárið 2010-2011 þar sem dagskrá vetrarins verður birt kemur svo væntanlega út í lok ágúst eða byrjun september og verður að venju dreift í öll hús á Vestfjörðum.
Deila