Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vetrarstarfið að taka á sig mynd

Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum að því að skipuleggja starf komandi vetrar í Fræðslumiðstöðinni. Nú er námskeiðaframboðið óðum að taka á sig mynd og munu upplýsingar um námskeiðin tínast hér inn á síðuna í þessari viku.

Stefnt er að því að Námsvísirinn sem gefinn er út á hverju hausti og dreift í öll hús á Vestfjörðum komi út í lok mánaðar. Þar verður að finna upplýsingar um öll námskeið sem búið er að setja á dagskrá. Fleiri námskeið munu samt án efa bætast við síðar eins og alltaf gerist.
Deila