Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vetrarstarfið hafið

Vetrarstarf Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er að komast á skrið. Nú í byrjun september hófu um 20 manns nám eftir námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (Fa) sem kallast Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Um er að ræða 300 kennslustunda nám sem skiptist í ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði og námstækni.

Þetta nám er ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Námsefnið er sambærilegt við grunnáfanga í framhaldsskóla og má meta námsskrána á móti allt að 24 einingum. Eins og gildir um aðrar námsskrár frá Fa er lögð áhersla á að kennsluaðferðir og framsetning efnis taki mið af þörfum fullorðins fólks sem er að reyna sig í námi, jafnvel eftir langt hlé.
Deila