Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viðbótarnám í vélstjórn

18. maí 2013
Í dag lauk hópur manna fyrri önninni í viðbótarnámi í vélstjórn, sem Fræðslumiðstöðin og Menntaskólinn á Ísafirði standa fyrir á sem hafa lokið grunnnámskeiði í vélgæslu, en þurfa meiri réttindi. Á vorönn 2013 voru kenndir áfangarnir Vélstjórn 204 og kælitækni 122. Kennslan hefur farið fram með dreifnámi og hafa þátttakendur komið í nokkrar staðlotur í Menntaskólanum. Síðustu staðlotunni lauk í dag með skriflegum prófum.

Næsta haust verður kenndur áfanginn Rafmagnsfræði 103 og líkur þar með þessu námi.

Kennarar eru þeir Guðmundur Einarsson og Friðrik Hagalín Smárason. Umsjón með náminu hefur Guðbjörn Páll Sölvason.

Þorsteinn J. Tómasson, einn nemendanna, bjó til meðfylgjandi skólaspjald af samnemendum sínum og stjórnendum.
image
Deila