Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vika enskunámskeiðanna

Í nútíma samfélagi er nauðsynlegt að geta bjargað sér á ensku. Nú hittist þannig á að Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að auglýsa þrjú enskunámskeið í næstu viku. Á Ísafirði eru það Enska fyrir byrjendur sem hefst 26. janúar og Enska-framhald sem hefst 28. janúar og er ætlað fólki sem hefur einhvern grunn í málinu,  t.d lokið byrjendanámskeiði.

Í fyrsta skipti í mörg er svo auglýst enskunámskeið á Suðureyri sem hefjast á 27. janúar. Það er ætlað fólki með einhvern grunn en eins og ávalt þá mun kennslan taka mið að kunnáttu þátttakenda.

Nánari upplýsingar og skráning á þessi námskeið er hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar og í síma 456 5025.

Deila