Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vika símenntunar 2008

Úr viku símenntunar 2005
Komandi vika er Vika símenntunar, en þá mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við fleiri aðila heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína. Á kvöldin verður m.a. opnuð Menntakista á nokkrum stöðum. Í Menntakistunni er meðal annars að finna fróðleik um notkun internetsins, kynning á mennta- og ráðgjafarúrræðum sem standa fólki til boða og kynning á þeim möguleikum sem bjóðast á styrkjum til náms. Ennfremur námskeið í matreiðslu við opinn eld, auk tónlistar og fleiri skemmtiatriða.

Markmið Viku símenntunar, sem nú er haldin í níunda sinn, er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Að þessu sinni er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Vika símenntunar er styrkt af menntamálaráðuneytinu og Starfsmenntaráði.

Dagskrá vikunnar verður sem hér segir:

Mánudagur 22. september.
Kl 13 ? 17 Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir í Ísafjarðarbæ.
Kl. 20 ? 22 Menntakistan opin í húsi Björgunarsveitarinnar á Þingeyri.

Þriðjudagur 23. september.
Kl 13 ? 17 Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir úi Vesturbyggð og Tálknafirði.
Kl. 20 ? 22 Menntakistan opin í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði.

Miðvikudagur 24. september.
Kl 13 ? 17 Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á Reykhólahreppi.
Kl. 20 ? 22 Menntakistan opin í Reykhólaskóla.

Fimmtudagur 25. september.
Kl 10 ? 12 Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á Hólmavík og Drangsnesi.
Kl. 20 ? 22 Menntakistan opin í Þekkingarsetrinu á Hólmavík.

Föstudagur 26. september.
Kl. 20-22 Kynningarfundur á námskránni Aftur í nám (Ron Davids) í Þekkingarsetrinu á Hólmavík. Sturla Kristjánsson og Jón Einar Haraldsson.

Menntakistan verður opnuð á Ísafirði þegar ný aðstaða Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að Suðurgötu 12 verður tekin í gagnið.
Deila