Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viltu læra íslensku eða veistu um einhvern sem þarf á því að halda?

Nú styttist í að íslenskunámskeiðin hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða byrji á Ísafirði. Í haust verður boðið upp á íslensku fyrir byrjendur (stig 1) og íslensku á stigi 2 eða 3, ætluð þeim sem hafa lokið 2-4 íslensku námskeiðum eða hafa nokkra undirstöðu í málinu. Einnig verður boðið upp á Landnemaskólann, sem ætlaður er fólki með góðan grunn í málinu. Kynningarfundur fyrir þessa hópa verður miðvikudaginn 16. september þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námsins og nemendum skipt í hópa eftir kunnáttu. Kennsla hefst í vikunni á eftir.

Kynningin er í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar, Suðurgötu 12, Ísafirði. Allir velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi.

 

 

 

Deila