Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viltu læra pólsku?

Mánudaginn 15. febrúar hefur verið auglýst pólskunámskeið fyrir byrjendur. Kennari á námskeiðinu er Zofia Marciniak. Auk þess að fara í grunnatriði í pólskri tungu fá þátttakendur innsýn í pólska siði og menningu. Zofia var með samskonar námskeið fyrir um ári síðan sem þótti takast mjög vel.

Þetta er upplagt námskeið fyrir þá sem eiga samskipti við pólskumælandi fólk svo sem vinnuveitendur, starfsfólk opinberra stofnana eða þjónustufyrirtækja, þá sem eiga pólska maka, vini, kunningja eða bara alla þá sem hafa áhuga á að kynnast pólsku.

Námskeiðið eru 24 kennslustundir og kennt á mánudögum kl. 18:00-20:00, alls í 8 skipti. Verð er 26.500 kr. Rétt er að benda fólki á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hluta námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Nú er bara um að gera að skrá sig sem fyrst.

image
Pólskunámskeið haldið 2009. Í síðasta tímanum var boðið upp á pólskar kökur.
Deila