Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viltu sigla en vantar réttindi?

16. maí 2013


Þeir sem vilja sigla skemmtibát lengri en 6 m þurfa að ljúka skemmtibátaprófi. Fræðslumiðstöðin býður upp á undirbúningsnámskeið og próf að því loknu sem veitir siglingaréttindi á skemmtibáta allt að 24 m á lengd. Kennd verða bókleg atriði sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi til að fá útgefið skemmtibátaskírteini. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Námskeiðið er 26 kennslustundir auk fjögurra tíma prófs í lokinn.

Kennari á námskeiðinu er Theódór R. Theódórsson. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 4. júní og verður kennt seinni part dags þá viku.

Verð er 51.000 kr. og eru sjókort, námsbækur og próf innifalin.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem ákveðna lágmarksþátttöku þarf að ná til þess að námskeiðið fari af stað.

image
Deila