Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

iPad og iPhone - hefst 8 október

Síðasta vetur var haldið námskeið um iPhone og iPad hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námskeiðið þótti takast mjög vel og nú á að endurtaka leikinn fyrir þá sem ekki komust síðast eða hafa eignast svona tæki síðan þá. Um er að ræða grunnnámskeið þar sem ekki er gert ráð fyrir að fólk hafi djúpa þekkingu á notkun Iphone og Ipad.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll grundvallaratriði við notkun á iPad og iPhone; grunnuppsetningu, stuttlega farið yfir stýrikerfið og virkni þess, fjallað um stillingar tækisins til að það virki heima og heiman og um helstu smáforrit sem geta nýst til skemmtunar, fróðleiks og vinnu.

Kennari á námskeiðinu er Svavar Þór Guðmundsson. Námskeiðið er þrjú kvöld, hefst þriðjudaginn 8. október kl. 20:10-22:10 og haldið áfram á sama tíma fimmtudaginn 10. okt og þriðjudaginn 15. okt.

image
Deila