Fræðsla í formi og lit
5. desember 2023
Markmið námsins er meðal annars að veita einstaklingum tækifæri til að styrkja færni sína í myndlist, listasögu og skapandi starfi í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms á sviði lista, auðvelda þeim að örva og nýta skapandi hæfileika sína og koma auga á ný tækifæri í framtíðinni.
Námið er einkum ætlað fólk sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi og hefur það fólk forgang. Öðrum er þó velkomið að sækja um.
Námið er kjörið fyrir þau sem hafa áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu myndlistar og myndlistarsögu. Það hentar þeim sem vilja nýta námið til að styrkja stöðu á vinnumarkaði í fjölbreyttum atvinnugreinum list- og verkgreina sem og þeim sem vilja nýta það sem grunn að áframhaldandi námi.
Námið er kennt skv. námskrá Fræðslumiðtöðvar atvinnulífisins - sjá hér. Í heild er námið rúmar 400 klukkustundir sem skiptist í tíma með kennara og heimanám/vinnu sjálfstætt. Kennsla hefst í desember 2023 og lýkur haustið 2024.
Meðal námsþátta eru:
- Teikning
- Lita- og formfræði
- Hlutföll í mannslíkamanum
- Saga myndlistar
Námið er kennt í góðri samvinnu við ýmsa kennara og myndlistafólk á svæðinu.
Kennarar: Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Jelena Micic Johannsson, Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir o.fl.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-21. Hefst fim. 5. desember kl. 17:00. Lýkur haustið 2024.
Staður: Kennt verður ýmist í Fræðslumiðstöð Vestfjarða eða Edinborgarhúsinu.
Verð: 89.000 kr.
Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka.
Minnum á að hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Auglýst með fyrirvara um að næg þátttaka fáist.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|