Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hvað er gervigreind? (fjarkennt)

30. október 2024

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvað gervigreind er og hvað hún er ekki. Hvar og hvernig hægt er að nota hana í dag. Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að vera færir að prófa sig áfram og hafa sýn á hvað er að koma.

Hvað er gervigreind? Hvað skilur hún eða skilur hún ekkert? Er hægt að nota hana nú þegar – skrifa tölvupósta eða gera útreikninga í Excel? Hverjir tróna á toppnum í dag? Saga ChatGPT og núverandi útgáfur, afurðir og þau verkfæri sem eru í boði. Hvað er Google og Microsoft að bjóða upp á og hvað er á leiðinni?

Dæmi tekin um hvar hægt er að nota gervigreind og hvað fyrirtæki hafa verið að gera. Hvar sjáum við hana notaða í dag. Hvað eru verslanir á borð við Krónuna og Bónus að gera? Velt upp eignarhaldi á efni sem gervigreind setur fram svo sem texta, myndum og myndböndum.

Yfirferð:

  •  Sagan og hvernig gervigreind kemur okkur fyrir sjónir
  • Hvað er gervigreind og hvað er hún ekki?
  • Dæmi um notkun gervigreindar í verslunum
  • Hver er munurinn á „Hvað“ og „Hvernig“?
  • OpenAi, Google og Microsoft
  • Gögn og framsetning á þeim
  • Framtíðin og hvernig hún liggur
  • Umræða og spurningar frá þátttakendum

Kennari: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari.
Tími: Miðvikudagur 30. október 2024 kl. 13-16.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 23.000 kr.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning