Íslenska - Drangsnes
12. ágúst 2025
Á námskeiðinu er unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og störfum með það að markmiði að auka skilning og orðaforða. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni. Allir þættir tungumálsins eru þjálfaðir eins og skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun auk þess sem byggt er ofan á grunn málfræðinnar.
Námskeiðið er aðlagað nemendahópnum og er ætlað bæði byrjendum og þeim sem hafa náð einhverjum tökum á málinu. Við kennsluna er tekið mið af námskrá frá menntamálaráðuneytinu Íslenska fyrir útlendinga - grunnnám og námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Að lesa og skrifa á íslensku.
Tími: Hefst 12. ágúst 2025, nánari tímasetning auglýst síðar.
Lengd: 40 klukkustundir.
Staður: Drangsnes
Verð: 18.500 kr.
Til þess að ljúka námskeiðinu með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|