Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lífeyrismál og starfslok (fjarkennt)

20. mars 2024

Á þessu gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka. 

 Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru: 

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur? 
  • Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign? 
  • Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga? 
  • Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri? 
  • Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum? 
  • Hvaða skatta kem ég til með að greiða? 

Námskeiðið er miðað að fólki 55 ára og eldri en hentar í raun öllum þeim sem vilja bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða lífeyrisþega. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson, en hann hefur langa reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Björn starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.

Tími: Miðvikudagur 20. mars 2024 kl. 17:00-19:00. 
Staður: Fjarkennt.
Verð: 19.000 kr.

Stéttarfélögin Verk Vest, Verkaðlýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Kjölur og Sameyki greiða að fullu þátttökugjald fyrir sitt félagafólk og getur það því sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðið er öllum opið og hvetur Fræðslumiðstöðin aðra þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu félagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning