Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lífeyrismál og starfslok (fjarkennt)

6. nóvember 2024

Á þessu gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka. 

 Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru: 

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur? 
  • Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign? 
  • Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga? 
  • Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri? 
  • Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum? 
  • Hvaða skatta kem ég til með að greiða? 

Námskeiðið er miðað að fólki 55 ára og eldri en hentar í raun öllum þeim sem vilja bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða lífeyrisþega. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson, en hann hefur langa reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Björn starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.

Tími: Miðvikudagur 6. nóvember 2024 kl. 17:00-19:00. 
Staður: Fjarkennt.
Verð: 19.000 kr.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning