Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Samningatækni fyrir alla: Vilt þú fá meira af því sem þú vilt?

5. september 2024

Námskeið sem eykur hæfni þátttakenda til að leysa úr ágreiningi og ná hagstæðum niðurstöðum í samningum.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við hagnýtar æfingar í samningatækni sem kristalla þær grundvallaráskoranir sem samningafólk stendur frammi fyrir. Námskeiðið er hugsað sem verkfærakista starfsmanna í samningagerð. Þátttakendur fá spurningarkönnun sem þeir svara (tekur um 15 -20 mínútur) og út frá þeirra svörun er reiknaður út þeirra samningastíl. Í framhaldinu verður farið í fyrirlestra, æfingar og endurgjöf.

Námskeiðið er almennt og hentar öllum þeim sem vilja bæta sína samningatækni. Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur séu betur í stakk búin til að fá meira af því sem þeir vilja með því að:  

 • Fái skilning á undirliggjandi þáttum í samningaviðræðum og helstu hugtökum í samningatæki.
 • Hafi aukið hæfileika sína til að ná hagstæðri niðurstöðu og skapa traust fyrir langtíma sambönd.
 • Njóti aukins sjálfstrausts í samningaviðræðum og geti nýtt þekkingu sína til að stjórna gangi viðræðna og beina þeim til hagstæðrar niðurstöðu.
 • Hafa aukið hæfileika sína til að takast á við mótaðila sem eru „erfiðir“ og geta nýtt sér þau verkfæri sem þau læra á námskeiðinu til að bregðast við því.
 • Hafa lært að hámarka árangur og á sama tíma tryggja ánægju og sátt.
 • Hafa færni til að undirbúa sig fyrir samningaviðræður og ná að setja sér markmið og áætlun um hvernig ná á markmiðunum.
 • Hafa lært að þekkja sjálfa/n sig betur og hvernig vinna má með sína styrkleika og veikleika.
 • Hafa lært hvernig samskiptamynstur hefur áhrif á ánægju mótaðila.
 • Hafa lært hvaða hegðun er vænleg til árangurs.
 • Hafa lært hlutverk tilfinninga á niðurstöðu samninga

Markhópur: Námskeið fyrir alla sem vilja bæta sig í samningatækni.

Samningatækni og helstu aðferðir samningatækninnar

 • Fyrirlestur um lykilhugtök samningafræða og hvað skiptir máli í samningaviðræðum Fyrirlestur um árangursríkan undirbúning og hvernig best sé að byrja og að hverju þarf að huga.
 • Æfing og umræður. Fyrirlestur um hvernig nýta má lykilhugtökin sem tengjast æfingunni og hvaða þáttum þarf að huga áður, á meðan og eftir samninga.
 • Fyrirlestur um hegðun samningamanna og hvað er árangursrík hegðun og hvað ekki.
 • Samningastíll – farið yfir niðurstöður um samningastíl og svarað spurningunni hvernig samningamaður ert þú - niðurstöður afhentar þátttakendum. Farið yfir fræðin og stílar útskýrðir.
 • Æfing sem þátttakendur nýta sér upplýsingar sínar um samningastíl og undirbúning.
 • Umræður um niðurstöður æfinganna og almenn endurgjöf. Við fléttum saman samningastíl og hegðun og lærum hvernig þetta vinnur saman og fáum betri skilning á hvernig koma má auga á stíl mótaðila og/eða samstarfsfélaga og hvernig hægt er að bregðast við með árangursríkum hætti.  
 • Ræðum um tilfinningar, hvernig þær hafa áhrif á niðurstöðu samninga og ráð til að ná tökum á þeim.

Kennari: Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir Lektor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Executive MBA náms við HR.
Tími: Fimmtudagur 5. september 2024 kl. 9-16 
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 49.000 kr.

Fræðslumiðstöðin hvetur væntanlega þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá stéttarfélagi sínu.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning