Smáskipanámskeið – skipstjórn < 15 m
Haust 2023
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuskírteini til að starfa sem skipstjóri á smáskipum allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði).
Til viðbótar þessu námskeiði þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Tækniskólann (Skipstjórnarskólann). Námið samanstendur af fjarkennslu og staðlotum á Ísafirði og í Reykjavík. Náminu lýkur með verklegum þáttum og prófum. Einnig þurfa nemendur að fara í verklega þjálfun í siglingahermi.
- Forkröfur: Að umsækjandi búi yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins, hafi lokið grunnskóla og sé á 16. ári hið minnsta.
- Kennarar: Hjalti Már Magnússon, Jóhann Bæring Gunnarsson, kennarar frá Tækniskólanum, o.fl
- Tími: Hefst haustið 2023 og lýkur í maí 2024.
- Lengd: Námskeiðið samsvarar 18 eininga námi í framhaldsskóla (rúmlega hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 330-430 klst. fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur.
- Staður: Fjarkennt, staðlotur á Ísafirði og í hermi í Reykavík.
- Verð: Auglýst síðar.
- Námsmat: Til að fá prófskírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að standast alla þætti námskeiðsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun.
- Hámarksfjöldi í hóp: 12
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér fyrir neðan. Skráning er ekki bindandi en með henni getur Fræðslumiðstöðin haft samband við viðkomandi og veitt nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.
Nánar um námskeiðið
Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. siglingafræði, siglingareglur, siglingatæki, hönnun skipa, stöðugleika, siglingahermi, fjarskipti (ROC skírteini), sjórétt, veðurfræði og viðhald vélbúnaðar. Sjá nánar á námskrá.is
Allt kennsluefni, æfingar og lesefni verður á kennsluvefnum Innu en nemendur hafa að auki aðgang að samtali við kennara samkvæmt skipulagi. Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem þeir eru hvattir til að nýta sér.
Skyldumæting er í verklegar staðlotur. Um er að ræða staðlotur fyrir tæki, fjarskipti og vél.
Nauðsynleg námsgögn
Nemendur þurfa að útvega sér eftirfarandi gögn og m.a. hafa með sér í próf og verklega lotu:
Sjókort númer 41 og 365. Sjókort fást hjá Víking björgunarbúnaði, Íshellu 7, 221 Hafnarfirði (eha@viking-life.com). Samsíðung eða siglingafræði-gráðuhorn. Reglustriku, sirkil og almenn ritföng. Reiknivél. Fartölvu (eða spjaldtölvu) til að geta unnið á kennsluvef (Innu).
Sérhæfð námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.
Um smáskipanám
Smáskipanám (skipstjórn <15m) kemur í stað þess sem áður var 30brl réttindanám (pungapróf) og undanfarin ár kallast 12m nám. Atvinnuskírteini er gefið út að loknum siglingatíma og öryggisfræðslu. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta.
Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða: frmst@frmst.is
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|