Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vinnuumhverfi samtímans - tæknilæsi og tölvufærni:

Haust 2022

Tæknilæsi og tölvufærni er nám fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að halda í við þær breytingar sem ör tækniþróun hefur á störf og daglegt líf.  Þau sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi en aðrir eru velkomnir.

Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni þátttakenda með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Í náminu verður megináhersla lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda gagnvart tækni og tölvum. Skilningur á grunnþáttum tölva er efldur og grunnhæfni í notkun tölva og snjalltækja verður þjálfuð.  

Markmið námsins er að: 

  • Auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu.  
  • Efla skilning á grunnþáttum stafræns umhverfis og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans.  
  • Veita námsmönnum hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum.  
  • Styrkja stöðu námsmanna á vinnumarkaði og veita þeim greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.  

Námsþættir

  • Fjarvinna og fjarnám
  • Sjálfvirkni og gervigreind
  • Skýjalausnir
  • Stýrikerfi 
  • Tæknifærni og tæknilæsi
  • Öryggisvitund

Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. 

Kennari: Þorbergur Haraldsson.
Tími: 
Kennt mán. og mið. kl. 18-20 og lau. kl. 10-12. Hefst þegar næg þátttaka fæst.   
Lengd: 42 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
Verð: 16.000. kr.

ATH gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með sína eigin tölvu. 

Væntanlegum þátttakendum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu stéttarfélagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning