Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærni í fiskeldi

Raunfærnimat í fiskeldi/fisktækni er mat á færni þinni og þekkingu í sjávarútvegstengdum greinum. Lagt er mat á reynslu þína í samtali og hún metin jafngildis áföngum í náminu.

Markmið

·        að geta stytt nám í framhaldinu
·        að sýna fram á reynslu og færni í starfi / í atvinnuumsókn
·        að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi / starfi

Eftir matið getur þú tekið ákvörðun um að:

·        klára það sem vantar upp á til að ljúka námi
·        nýta matið sem stökkpall í annað nám
·        nýta matið til að skoða hvar þú ert staddur/stödd