Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að lifa heilshugar

Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi hjá Zenter ehf.
Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi hjá Zenter ehf.

Fólk kom jákvætt og brosandi út af námskeiðinu hjá henni Ragnhildi Vigfúsdóttur á fimmtudaginn í síðustu viku. Til þess var líka ætlast. Ragnhildur hélt þá námskeiðið sitt Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi fyrri Vestfirðinga á Ísafirði og Hólmavík. Fjarfundabúnaður var notaður til að tengja fólk saman.

Á námskeiðinu kynnti Ragnhildur jákvæða sálfræði og það sem einkennir einstaklinga sem ná að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað var um tíu leiðarvísa fyrir þá sem vilja lifa heilshugar. Rætt var um þakklæti, seiglu, von og velvild í eigin garð. Einnig um hvíld, leik og sköpun.

Ragnhildur er markþjálfi hjá Zenter ehf.

BHM og Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóðu að námskeiðinu.

Von er á fleiri námskeiðum í samstarfi þeirra á næstu misserum.

Deila