Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að taka próf og vinna á prófkvíða

Mánudaginn 3. maí kl. 17:00-20:00 verður haldið námskeið um próf og prófatækni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Hólmavík. Sama námskeið verður haldið á Ísafirði miðvikudaginn 5. maí kl. 19:00-22:00.

Á námskeiðunum verður fjallað um mismunandi gerðir prófa s.s. ritgerða/ krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við hverja prófgerð. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við prófundirbúning s.s. lestraraðferðir tímaskipulagningu og sjálfsmat m.a. með vinnu við kortlagningu hvers og eins í gegnum svokallaðan námshring. Einnig verður leitast við að greina helstu orsakaþætti prófkvíða og leiðir til að ráðast gegn honum.

Kennari á námskeiðunum er Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi. Námskeiðin kostar 1.000 kr.
Deila