Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Afrakstur listanámskeiðs til sýnis

Í haust hófust nokkur námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni í samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og Fjölmennt - fullorðinsfræðslu fatlaðra. Meðal þess sem boðið var upp á var listanámskeið þar sem unnið var með ull, leir og mósaík undir leiðsögn Sigríðar Magnúsdóttur. Námskeiðið var vel sótt og margir fallegir gripir litu dagsins ljós.

Þriðjudaginn 3. febrúar var haldin sýning í Fræðslumiðstöðinni á afrakstri námskeiðsins og boðið upp á kaffi og kökur. Þótti þetta takast mjög vel og voru bæði listamennirnir og sýningargestir ánægðir með útkomuna.


image
Dæmi um þá muni sem gerðir voru á námskeiðinu.
image
Átta af tíu þátttakendum á listanámskeiðinu ásamt kennaranum Sigríði Magnúsdóttur.
Deila