Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Arfur kynslóðanna

Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 19:00 hefst spennandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni sem kallast Arfur kynslóðanna.

Á námskeiðinu mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur leiðbeina þátttakendu um hvernig hægt er að bera sig til við að skrá niður lífshlaup, skemmtilegar sögur ? munnmælasögur eða sögur úr lífinu ? minningar sem tengjast hlutum eða stað eða annað sem gaman er að varðveita og koma áfram til næstu kynslóða. Einnig verður fjallað um heimildagildi skjala, t.d. ljósmynda, dagbóka og bréfa og rætt um varðveislu þeirra. Þá verður kynning á spurningalistum Þjóðminjasafnsins.

Þetta námskeið hefur verið haldið einu sinni áður og komu þar fram margar skemmtilegar frásagnir sem þátttakendur festu á blað.

Námskeiðið verður kennt á miðvikudögum kl. 19:00-21:00 og stendur yfir í 3 vikur.
Deila