Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

AutoCad námskeiði lokið

Fimmtudaginn 12.11. s.l. lauk námskeiðinu AutoCAD fyrir byrjendur. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði og leiðbeinandi var Þröstur Jóhannesson trésmíðakennari. Kennt var í Menntaskólanum.
Á námskeiðinu var farið er yfir uppsetningu og skipulag teikninga, stillingar og verklag við tölvuteikningu, teikniumhverfi og nákvæmni við teiknun, auk fleiri þátta.
Meðfylgjandi myndir voru teknar síðsta kvöldið þegar þátttakendum voru afhentar viðkenningar. Þeir létu mjög vel af námskeiðinu og báðu um framhald eftir áramót. Við því verður orðið og mun nýtt námskeið í AutoCad fara af stað í janúar n.k.

image
image
image
image
image
image
image
Deila