Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Dagskrá viku símenntunar á Ísafirði 16. október

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að flytja niður á fyrstu hæð að Suðurgötu 12 í nýja og betri aðstöðu. Í tilefni af því verður boðið upp á dagskrá viku símenntunar fimmtudaginn 16. október kl. 16:15?18:15.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Háskólasetur Vestfjarða, Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélag Vestfirðinga standa að viku símenntunar á Vestfjörðum. Þessar stofnanir munu kynna starfsemi sína, námsframboð vetrarins, starfsmenntasjóði, vinnumarkaðsúrræði, náms? og starfsráðgjöf auk þess sem fólki gefst kostur á að taka áhugasviðspróf.

Þá verða í boði tvö örnámskeið:
  • Þorsteinn Þráinsson matreiðslumeistari kennir matreiðslu á nýstárlegan hátt.

  • Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga fjallar um réttarstöðu launafólks, úrræði þegar þrengir að á vinnumarkaði og hvernig inneignir almennings í fjármálastofnunum eru tryggðar.

Dagskráin hefst á því að Apollo og Öskurbuskurnar flytja nokkur þekkt ABBA lög og lýkur með því að Þröstur Jóhannesson flytur lög af væntanlegum geisladiski sínum Vorið góða.

Komið og gerið ykkur glaðan dag með okkur að Suðurgötu 12, fyrstu hæð kl. 16:15 ? 18:15, fimmtudaginn 16. október.
Deila