Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Dauðasyndir og Hemmingway - tvö fjarnámskeið frá EHÍ

Fyrirhugað er að bjóða upp á tvö námskeið í gegnum fjarfundabúnað frá Endurmenntun HÍ ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin sem um ræðir eru Dauðasyndirnar sjö sem hefst 9. mars og Hvað er svona merkilegt við Hemmingway sem hefst 11. mars. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Fræðslumiðstöðina sem allra fyrst þar sem EHÍ þarf nokkra daga fyrirvara til að ákveða hvort námskeiðið verður í fjarfundi.

Dauðasyndirnar sjö
Dauðasyndirnar sjö er haldið í samstarfi við Biskupsstofu. Á námskeiðinu verður fjallað um dauðasyndirnar sjö (heift, hroka, munúðlíf, ofneyslu, öfund, leti og ágirnd) á nótum guðfræði, bókmennta, myndlistar og kvikmynda. Hvað og hverjar eru eiginlega þessar dauðasyndir, hvar finnum við umfjöllun um þær og skírskotun til þeirra og hvernig sjáum við þær birtast í daglegu lífi?

Kennarar á námskeiðinu eru Halldór Reynisson, prestur og fjölmiðlafræðingur og Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. mars kl. 20:15-22:15 og heldur áfram á sama tíma þriðjudagana 16. og 23. mars. Verð er 12.900 kr.

Hvað er svona merkilegt við Hemmingway

Á námskeiðinu verður fjallað um ritverk bandaríska nóbelshöfundarins Ernests Hemingways, og einnig vikið að ímynd hans sem rithöfundar og ævintýramanns. Í lífi sínu og verkum spurði Hemingway iðulega um hvað væri svona merkilegt við það að vera karlmaður. Á námskeiðinu verður gætt að stríðinu, útlegðinni, ástinni og samskiptum kynjanna í verkum höfundarins. Hver eru einkenni hins fræga ?harðsoðna stíls? Hemingways? Og hvernig hefur Hemingway farnast á Íslandi?

Kennari á námskeiðinu er Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntafræði við HÍ.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 11. mars kl. 20:15-22:15 og heldur áfram á sama tíma fimmtudagana 18. og 25. mars. Verð er 12.500 kr.
Deila