Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Efnahagsmál og siðferði

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 standa Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Vestfjarðaprófastsdæmi saman að tveimur erindum hjá Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12, Ísafirði.

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslandsog formaður Félags fjárfesta, flytur erindi undir fyrirsögninni: Efnahagsmál þjóðarinnar ? staðan, tilurðin og horfurnar. Þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að bankakerfið hrundi eins og spilaborg og bendir á með hvaða hætti mönnum varð hált á svellinu.

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík flytur erindi undir yfirskriftinni: Mammon, Guð og manneskjan. Hann fjallar um hið svokallaða stofnanalega siðrof sem hann telur að hafi orðið með þeim ofurþunga sem lagður var á fjármálakerfið. Færð verða rök fyrir því að aðrar grundvallarstofnanir samfélagsins, svo sem Alþingi, fjölskyldan og menntastofnanirnar, hafi látið undan og að hluta til tekið merkingarkerfi fjármálaheimsins upp á sína arma. Þá skýri hann um leið hvernig mammon hefur þar með læðst aftan að samfélaginu og tekið sér stöðu Guðs í umhverfinu.

Á eftir þessum erindum er boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Deila