Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Endurmenntun kennara - Stiklur

29. ágúst 2012
Þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. ágúst var starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á endurmenntunarnámskeiði. Einnig sátu námskeiðið allmargir kennarar hjá Fræðslumiðstöðinni.

Námskeiðið var frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og voru kennarar þær Guðmunda Kristinsdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir. Á námskeiðinu var farið í þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem fást við fullorðinsfræðslu, einkenni og forsendur fullorðinna námsmanna og undirbúning, skipulag og hönnun náms fyrir fullorðna. Námskeiðið var öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu, enda lítur Fræðslumiðstöð Vestfjarða á það sem skyldu sína að miðla þekkingu um fullorðinsfræðslu. Þátttakendur voru bæði á Ísafirði og Hólmavík og fjarfundabúnaður notaður til samskipta.

Námskeiðið var vel sótt og þátttakendur ánægðir.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur að þróun fullorðinsfræðslunnar á margvíslegan hátt, m.a. með því að bjóða stutt kennslufræðinámskeið sem miðstöðin kallar Stiklur. Alls hefur miðstöðin hannað 16 Stiklunámskeið. Námskeiðið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða var úr Stiklum 1 -3.

Á sama tíma og Stiklunámskeiðin voru á Ísafirði var einn starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Stiklunámskeiði í Reykjavík um kennslu fatlaðra.
image
image
image
Deila