Endurmenntunarnámskeið
Grunnskólakennarar á Vestfjörðum iðnir við að sækja endurmenntunarnámskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
 Í ágúst voru haldin 5 endurmenntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara. Voru þau vel sótt og oft glatt á hjalla. 
 Sú nýjung var viðhöfð að fjarkenna námskeiðin frá Ísafirði á aðra staði s.s. Hólmavík og Bíldudal, til að geta þjónað betur þeim stöðum.

