Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ferð starfsfólks á fund í evrópuverkefni í Magdeburg

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur undanfarna 18 mánuði tekið þátt og stýrt Evrópuverkefni Licted in rural communties eða læsi og upplýsinga tækni í menntun í dreifðum byggðum. Verkefnið gengur út á það að útbúa spurningar og matstæki fyrir kennara til að vinna með nemendum að markmiðum þeirra.  Hægt verður að nota rafræna útgáfu að matstækinu sem og að nýta spurningarnar beint og búa til eigið matstæki.  

Í þessu verkefni hefur gefist tækifæri til heimsókna til Spánar Þýskalands og Letháen. Þar sem fulltrúar hafa geta hist og borið saman bækur sínar ásamt því að vinna að verkefninu en afurð þess er t.d. myndbönd með leiðbeiningum um verkefnið á 5 tungumálum.

Á þessum fundum kynnir hvert land áherslur í starfsemi sinni en öll vinna þau með fullorðinsfræðslu.

Tilgangurinn með þessum verkefnum er að styrkja tengsl og að deila og miðla reynslu  enn einnig að búa til afurð sem gæti nýst til þeirra verka sem lagt var upp með í umsókn í upphafi verkefnisins.

Þess má einnig geta að allir starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar hafa tekið þátt í þessu verkefni með vinnu og heimsóknum til samstarfslanda

Þetta verkefni er það fyrsta sem Fræðslumiðstöð Vestjarða tekur að sér að stýra  en Elfa Hermannsdóttir, forstöðumaður fór fyrir því.

Deila