Fræðslumiðstöð Vestfjarða fær Erasmus+ aðild og styrk til ferða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur hlotið aðild að Erasmus+ og fengið styrk sem gerir nemendum, kennurum og starfsfólki kleift að sækja náms- og starfsferðir erlendis. Með þátttökunni skapast dýrmæt tækifæri til að tengjast öðrum skólum í fullorðinsfræðslu, læra af reynslu annarra og miðla eigin þekkingu.
Í tengslum við verkefnið fékk miðstöðin nýlega heimsókn frá samstarfsskóla í Plasencia á Spáni. Þar var rætt um mikilvægi inngildingar og fjölbreytileika í skólastarfi og skipst á hugmyndum og reynslu.
Við hlökkum til framhaldsins – til nýrra ævintýra, vináttu og tækifæra til að læra saman.