Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum gera með sér samstarfssamning

Samningurinn hefur það markmið að veita aðilum Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum greiðari aðgang að námskeiðum Fræðslumiðstöðvar. Þannig mun starfsmenntasjóður FOS-Vest greiða fyrir þátttöku félagsmanna á námskeiðum miðstöðvarinnar enda sé styrkréttur félagsmanns staðfestur. Hámarksstyrkur hvers félagsmanns á hverju tólf mánaða tímabili er samkvæmt reglum sjóðsins hverju sinni. Samningurinn er tilraunaverkefni til loka ársins 2020.

Hagsmunir aðila FOS-Vest og Fræðslumiðstöðvar fara saman með gerð samningsins en það er að efla sí- og endurmenntun í heimabyggð. Með aukinni þátttöku í sí- og endurmenntun má búast við að hæfni og þekking á vinnumarkaði aukist sem og velferð. Þetta er hagsmunamál enda er það eitt af markmiðum sóknaráætlunar fyrir Vestfirði að tryggja aðgengi að menntun og með því stuðla að hækkuðu menntunarstigi í fjórðungnum. Spennandi er að sjá hvort verkefnið verður til þess að auka þátttöku félagsmanna FOS-Vest í sí- og endurmenntun.

Deila