Fyrirlestur í fornleifafræði - mannabein og mannamein
Í vetur stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fornleifastofnun Íslands, Vestfirðir á miðöldum ásamt fleiri aðilum, fyrir röð fyrirlestra undir heitinu Menningararfurinn. Fyrirlestrarnir eru sendir út í gegnum fjarfundabúnað þannig að fólk á að getað notið þeirra sem víðast.Fyrsti fyrirlesturinn var fimmtudaginn 21. október sl, þar sem Guðrún Alda Gísladóttir forleifafræðingur fjallaði um Uppgröftinn í Vatnsfirði.
Nú er komið á næsta fyrirlestri. Fimmtudaginn 2. desember nk. mun Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur fjalla um efnið Mannabein og mannamein.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og verður að minnsta kosti sendur til Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði. Um aðra staði ræðst af áhuga.
Reikna má með að fyrirlesturinn taki um eina klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.

