Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrsta námskeið ársins 2012

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hóf starfsárið 2012 með því að halda grunnnámskeið í fiskvinnslu fyrir starfsfólk Vísis hf. á Þingeyri. Námskeiðið er alls 60 kennslustundir, og var kennt alla virka daga frá 3. til 9. janúar.

Fjórtán starfsmenn sóttu námskeiðið, Íslendingar, Pólverjar, Thailendingar og einn Letti. Þrátt fyrir ólík þjóðerni gekk námskeiðið vel og sköpuðust ágætis umræður.

Grunnnám fyrir fiskvinnslufólk er kjarasamningsbundið nám ætlað starfsfólki í fiskvinnslu. Meðal þeirra þátta sem fjallað er um eru öryggi á vinnustað, skyndihjálp, innra eftirlit, hreinlæti, gæðastjórnun og ýmislegt sem snýr að kjara- og réttindamálum. Samskonar námskeið var haldið á Flateyri í desember og stefnt er að því að bjóða upp á fleiri slík námskeið nú í vetur víðar á Vestfjörðum.
Deila