Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrsta námskeiðið í nýrri aðstöðu

Námskeiðið Leikandi skrif
Senn líður að því að Fræðslumiðstöð Vestfjarða flytji sig á neðri hæðina í Vestrahúsinu að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Þótt smiðir og rafvirkjar séu enn á fullu við að standsetja húsnæðið hefur fyrsta námskeiðið þar þegar verið haldið. Var það námskeiðið Leikandi skrif, sem Auður Jónsdóttir rithöfundur hélt og kenndi þátttakendum að vera skapandi í skrifum sínum. Var ekki annað að sjá en svo hefði tekist, þar sem þátttakendur sátu á milli pappakassa og hálfsamsettra borða og settu á blað skáldskap sinn og frásagnir í bundnu og óbundnu máli. Aðstoðarkennari var Þórarinn Leifsson rithöfundur og myndlistarmaður.

Stofnanirnar í Vestrahúsinu hafa blásið út á undanförnum mánuðum. Það kallar á meira húsnæði og til að leysa þann vanda var ákveðið að Fræðslumiðstöðin flytti sig á neðri hæðina. Þar er nú að verða tilbúið húsnæði, sem er afar glæsilegt í alla staði. Haldið verður upp á flutninginn næstkomandi fimmtudag, 16. október.
Deila