Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Gamalt verður nýtt-saumanámskeið á Hólmavík

image
Miðvikudaginn 12. október hefst nýtt og spennandi námskeið á Hólmavík. Á námskeiðinu fá þátttakendur tilsögn í hvernig hægt er að breyta gömlum flíkum, þrengja, víkka, stytta eða breyta í nýjar, t.d. gamla kjólnum eða buxunum í pils. Kennt er að vinna með einföld snið, sníða og sauma. Nemendur þurfa að koma með gamla flík sem þeir vilja breyta, saumavél og saumaáhöld. Kennari verður Lilja Sigrún Jónsdóttir handverkskona og fyrrverandi kennari. Kunnugir segja að hún sé sérfróð á þessu sviði og geti jafnvel breytt litlum flíkum í stærri flíkur. Námskeiðið kostar 17.900 krónur og er tólf kennslustundir, sem skiptast á þrjá miðvikudaga. Skráning er hér eða í síma 8673164 og stendur skráning til sunnudagsins 9. október.

Deila