Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Góða veislu gjöra skal

Vorið og sumarið er tími veisluhalda hjá mörgum sem eru að fagna fermingu, útskrift eða brúðkaupi. Nú er hægt að fræðast um það hvernig gott er að bera sig að þegar halda á fína veislu. Námskeiðið Góða veislu gjöra skal verður haldið í Fræðslumiðstöðinni laugardaginn 13. mars n.k. kl. 11:00-14:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig dekka á borð rétt, hvaða hnífapör á að nota, hvernig á að brjóta dúka og servíettur, hvaða vín á að nota, hvort aðferðin á að vera frönsk ? ensk ? amerísk eða rússnesk og ekki síst rétt framsetning. Námskeið er ekki aðeins fyrir þá sem ætla að halda veislu, hvort sem það er ferming, afmæli, brúðkaup eða önnur tilefni heldur er einnig tilvalið fyrir saumaklúbba og hópa, þá sem starfa í þjónustuhlutverkum eða bara til að læra að setja upp fallegt borð.

Kennari á námskeiðinu er Sigurður Arnfjörð og verð er 6.500 kr.
Deila