Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Greining ársreikninga

Endurmenntun Háskóla Íslands heldur námskeið í fjarkennslu um greiningu ársreikninga. Námskeiðið er aðgengilegt fólki á Vestfjörðum, sem hefur aðgang að fjarfundabúnaði, en þeir eru á Hólmavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Ísafirði.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja geta lesið ársreikninga fyrirtækja og skilið þær upplýsingar sem þar er að finna um afkomu og efnahag.
Kynntar eru þær meginreglur sem gilda um efni og framsetningu ársreikninga. Þá er farið í greiningu ársreikninga með aðstoð kennitalna. Helstu kennitölur eru kynntar og þeim beitt á ársreikninga nokkurra fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Lögð er áhersla á að gera þátttakendum grein fyrir þeirri hættu að draga fljótfærnislegar ályktanir af tölunum sem í ársreikningum birtast. Sent í fjarfundi frá Endurmenntun HÍ.

Kennari: Bjarni Frímann Karlsson, lektor í Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.
Tími: Mán. 7. og fim. 10. maí kl. 9:00-12:00.
Verð: 23.900 kr.

Skráning er hjá Endurmenntun (endurmenntun.is) eða í síma 525 4444.
Deila