Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskóli hefst í janúar

Í janúar hefst svokallaður Grunnmenntaskóli hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Um er að ræða 300 kennslustunda nám sem ætlað er fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu.

Grunnmenntaskóli er kenndur samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

Fyrri hluti námsins verður kenndur á vorönn 2010 en seinni hlutinn á haustönn 2010.

Grunnmenntaskólinn byggir á eftirfarandi námsþáttum:

NámsþátturKst
Kynning5
Sjálfsstyrking og samskipti20
Námstækni10
Íslenska55
Framsögn og ræðumennska15
Enska40
Stærðfræði40
Tölvu- og upplýsingatækni40
Þjónusta10
Verkefnavinna25
Náms- og starfsráðgjöf15
Færnimappa20
Mat á námi og skólastarfi5
Samtals300


Haldinn verður opinn kynningarfundur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, miðvikudaginn 13. janúar kl. 20:00.
Deila