Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskólinn

25.2.2008
Nemendur og kennari í síðustu kennslustund
Á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er nú verið að kenna 3 námskrár frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Eru þetta svokallaður Landnemaskóli, sem er fyrir nýbúa, Skref til sjálfshjálpar og Grunnmenntaskólinn. Alls eru 5 hópar við nám í þessum 3 námskrám.

Grunnmenntaskólinn er kenndur á Ísafirði og Hólmavík. Hann er 300 kennslustunda nám, sem sett er saman af allmörgum námsþáttum.

Laugardaginn 23. febrúar s.l. voru síðustu kennslustundirnar í íslenskuhlutanum. Kennarinn, Halldóra Kristjánsdóttir, bauð í því tilefni nemendum heims til sín og reiddi fram hádegisverð eins og henni er einni lagið. Forstöðumaður fékk að fljóta með og tók meðfylgjandi mynd af nemendum og kennara eftir baráttu við íslenskuþrautir og ljúffengan hádegisverðinn.

Deila