Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnnám byggingarliða. Nám fyrir fólk í mannvirkjagerð.

Kynningarfundur á námsskránni Grunnnám byggingarliða verður fimmtudaginn 25. nóvember nk. Fundurinn verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, að Suðurgötu 12 á Ísafirði og hefst kl. 20.

Grunnnám byggingarliða er 45 kennslustuna námsskrá frá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Í námsskránni er fjallað um skipulagsteikningar, mælitækni, framleiðslukostnað, jarðvegsfyllingar og burðarefni, verkáætlanir, flutningatækni, gæðastjórnun, samskipti, rekstrarumhverfi fyrirtækja, réttindi og skyldur og öryggismál.

Hverjum ætlað Þeim sem eru fullra 20 ára og hafa starfað í a.m.k. 6 mánuði hjá fyrirtækjum sem annast gatna- og jarðvinnu, sem framleiða og selja varning vegna gatnagerðar, húsbygginga- og mannvirkjagerðar eða hjá byggingafyrirtækjum.

Mat til styttingar á námi við framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta Grunnnám byggingarliða til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 3 einingum. Meta má námið á móti allt að 3 einingum í vali, 3 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi einstaklings.

Sjá nánar.
Deila