Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Haustfundur Kvasis

Nú stendur yfir í Fræðslumiðstöð Vestfjarða haustfundur Kvasis samtaka fræðslu og símenntunarstöðva á Íslandi. Þar hittist starfsfólk stöðvanna og tengdir aðilar og bera saman bækur sínar og afla sér þekkingar til að auka gæði starfseminnar. Fundinn sækja um 30 manns frá 11 símenntunarmiðstöðvum hvar vetna á landinu.

Í dag, 2. október, er meðal annars fjallað um námskrárgerð og stöðu gæðavottunar (EQM) og sjá fulltrúar frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um framsögur; þær Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir og Halla Valgeirsdóttir. Þá verður Njörður Sigurðsson á Þjóðskjalasafninu með erindi um skjalavörslu.

Ánægjulegt er að segja frá því að á morgun verður umfjöllunarefnið að mestu tileinkað fræðslu og símenntun sjómanna. Sólrún Bergþórsdóttir frá Visku í Vestmannaeyjum kynnir niðurstöður rannsóknar sinna, um þarfir og upplifun sjómanna gagnvart starfi og námi. Anna Guðrún Edvardsdóttir kynnir rannsóknir sínar um menntun og byggðaþróun. Nanna Bára Maríasdóttir hjá kynnir starfsemi Fisktækniskólans, Áslaug Mack frá Sjómennt segir frá greiðslum úr starfsmenntasjóðum vegna náms félagsmanna sinna og Guðbjörn P. Sölvason frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða kynnir nám það sem hófst í sumar fyrir frístundasjómenn á Vestfjörðum.

Það er sérlega ánægjulegt að á þessum haustfundi Kvasis á Ísafirði skuli vera slík áhersla á nám fyrir sjómenn og tengdar stéttir. Við eigum von á að fá góðar hugmyndir sem nýtast okkur vel hér fyrir vestan og sendum auðvitað ferskar nýjar með gestum okkar heim.
Deila