Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hið stóra samhengi námskeiðanna

Það er ýmislegt á döfinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eftir páska en þrátt fyrir að vera af ólíku tagi má eiginlega segja að námskeiðin myndi samfellu - eða hvað?

Það má rækta garðinn sinn (Mat- og kryddjurtir), sinni innri mann (Hugræn atferlismeðferð), samskiptin við aðra (SamskiptaRæktin) eða handlægni og sköpunargáfu (Útsaumur). Nú eða uppræta, ef það á betur við (Raki og mygla í húsum). Hægt er að halda utan um ræktina (á hvaða formi sem hún er) í tölvunni (Excel – morgunnámskeið) eða bóka ef henni fylgja útgjöld (Bókhald).  Snjalltækin koma þarna sterk inn til þess að afla sér nánari upplýsinga, festa á mynd eða að deila með öðrum (iPad og iPhone). Þetta má gera á öðru tungumáli en sínu eigin (Íslenska fyrir útlendinga stig 3a) eða á spænsku (Spænska – talmál). Síðan má geyma allar upplýsingar um viðfangsefnin þannig að þær verði aðgengilegar hvenær og hvar sem er (Skýjalausnir).

Ef fólk er alveg týnt og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga má svo leita til náms- og starfsráðgjafa sem verður til viðtals í Fræðslumiðstöðinni í fyrstu vikunni í apríl. 

 

 

Deila