Hvaða námskeið vilt þú sjá í haust?
Fræðslumiðstöðin leitar að hugmyndum að námskeiðum fyrir komandi mánuði – ert þú með tillögu?
Við hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða viljum bjóða upp á fjölbreytt og hagnýt námskeið sem endurspegla þarfir og áhuga fólks á vinnumarkaði, í samfélaginu og í daglegu lífi.
Nokkrar lengri námsleiðir eru í farvatninu og komnar á heimasíðuna okkar, skipstjórnarnámið verður á sínum stað í vetur sem og íslenskunámskeiðin.
Nú leitum við eftir hugmyndum og ábendingum frá fólki á svæðinu um önnur námskeið – hvaða námskeið myndir þú vilja sjá í boði í haust og vetur? Við tökum vel á móti öllum tillögum.
Ef þú hefur hugmynd að námskeiði endilega sendu okkur póst á frmst@frmst.is