Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íþróttasálfræði og tímastjórnun

Endurmenntun HÍ og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni hafa gert með sér samkomulag um að bjóða upp á námskeið í gegnum fjarfundabúnað. Næstu námskeið sem standa til boða eru Tímastjórnun og Íþróttasálfræði.

Tímastjórnunarnámskeiðið er ætlað þeim sem vilja nýta tíma sinn betur og auka þar með árangur og velgengni, bæði í starfi og einkalífi. Kennari er Steinunn I. Stefánsdóttir, M.Sc. í viðskiptasálfræði og M.Sc. í streitustjórnun. Námskeiðið verður kennt fimmtudagana 19. og 26. febrúar kl. 9:00-12:00 og kostar 19.900 kr.

Námskeiðið um íþróttasálfræði er ætlað íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum. Þar verður farið yfir helsu grunnatriði íþróttasálfræðinnar, fjallað um kenningar í íþróttasálfræði og hvernig þeir sem starfa með íþróttamönnum geta nýtt þær kenningar til að bæta árangur íþróttamanna. Kennari er Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur. Námskeiðið verður kennt mánudaginn 23. febrúar kl. 13:00 - 16:00 og þriðjudaginn 24. febrúar kl. 9:00 - 12:00 og kostar 15.500 kr.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst til þess að hægt sé að sjá hvort næg þátttaka fæst.

Rétt er að benda á að mörg stéttarfélög veita styrki vegna þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðum. Fólki er bent á að kanna rétt sinn á slíkum niðurgreiðslum.
Deila