Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Jólasmiðja á Flateyri

Dagana 12. til 19.desember starfrækir Fræðslumiðstöðin vinnusmiðju á Flateyri í samstarfi við Vinnumálastofnun og með styrk frá Vinnumarkaðsráði. Smiðjan er ætluð atvinnuleitendum á norðanverðum Vestfjörðum og er sótt bæði af Íslendingum og Pólverjum. Þátttakendur koma frá Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík og eru mestmegnis konur.

Tilgangur smiðjunnar er að efla handverk og sköpunargleði þátttakanda. Smiðjan er starfrækt virka daga frá 9:30 til 15:30. Meðal verkefna sem boðið er upp á eru kertaskeytingar, kínversk bókagerð, búa til endurnýtanleg merkispjöld og merkispjöld á ferðatöskur, vinna umbúðir utan um jólapakka, ullarþæfing, skartgripager úr roði og kortagerð. Lögð er áhersla á að vinna með endurnýtanleg efni og ýmislegt nýtt sem í upphafi hafði annan tilgang.

Mikil ánægja og vinnugleði er meðal þátttakenda og hafa ótrúlegustu hlutir litið dagsins ljós. Leiðbeinendur í smiðjunni eru Guðrún Stella Gissurardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt, Þorbjörg Sigþórsdóttir handverkskona, Helga Svandís Helgadóttir kennari og Nina Ivanova myndlistarkona.
Þæfing
Þæfing er einn hluti þess sem boðið er upp á í smiðjunni. Hér er verið að þæfa jólakúlur.
Deila