Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Jurtir og náttúrulækningar - síðasta námskeið þessa skólaárs

Fimmtudaginn 14. júní lýkur námskeiðahaldi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þennan veturinn með áhugaverðu námskeiði um jurtir og náttúrulækningar.

Á námskeiðinu verður þátttakendum kennt að þekkja plöntur sem nýttar eru sem tejurtir eða til lækninga. Farið verður yfir útlit plantna og síðan farið í vettvangsferð. Í vettvangsferðinni safna þátttakendur plöntum og læra um leið að þekkja þær og hvernig gott er að bera sig að við söfnunina. Þá verður farið yfir hvaða aðferðir eru bestar til að geyma plöntur og plöntuhluta, hvaða tæki er helst að nota og fleira því tengt.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarfræðingur hjá Náttúrstofu Vestfjarða. Sama námskeið var haldið á Hólmavík í fyrra sumar og þótti takast vel.

Námskeiðið stendur frá kl. 18:00-22:00 og byrjar í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði áður en farið verður út að skoða plöntur.

image
Deila