Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 18:00 verður kynning á námsskránni Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Námið er 300 kennslustundir og ætlað fullorðnu fólki sem hafið hefur nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Námið hefur hliðsjón af aðalnámskrá framhaldskóla í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni.

Menntamálaráðuneytið heimilar að námið sé metið til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi, en það er þó undir hverjum framhaldsskóla komið hversu margar einingar fást metnar.

Fræðslumiðstöðin hefur áður kennt þessa námsskrá með góðum árangri. Námið er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa hætt í skóla af einhverjum ástæðum en hafa áhuga á að komast af stað aftur og jafnvel halda eitthvað áfram að því loknu.

Á kynningunni verður farið yfir fyrirkomulag námsins og tekin ákvörðun um kennslutíma í samráði við væntanlega þátttakendur. Kynningin er að sjálfsögðu öllum opin og eru áhugasamir hvattir til að mæta.

image
Frá kennslu í almennum greinum veturinn 2010.
.
Deila