Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á fræðslusjóðum - súpufundur

Kristín Njálsdóttir
Kristín Njálsdóttir

Fimmtudaginn 30. mars mun Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar, kynna fræðslusjóðina og aðra fræðslusjóði atvinnulífsins. Kynntir verða möguleikar fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana á styrkjum og endurgreiðslu vegna fræðslu starfsmanna. 

Verkalýðsfélag Vestfirðing og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur eru bæði aðilar að þessum sjóðum. Fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem sjá um endurmenntun starfsmanna sem eru í þessum stéttarfélögum eru hvattir til að koma og kynna sér hvaða möguleikar eru í boði á styrkjum og endurgreiðslu fyrir fræðslumál starfsmanna. Þarna liggja mörg ónýtt tækifæri!

Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 12:00. Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð,  aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
 
 
 
 
Deila